Meiri orka með réttum vítamínum

Ég hef alltaf haft mikla trú á vítamínum og bætiefnum. Ekki hefur sú trú minnkað eftir að hafa fengið ráðgjöf hjá Ingu Kristjáns næringarþerapista hjá Heilsuhúsinu og fengið gæða vítamín frá Solaray sem eru sér sniðin að mínum þörfum. Fyrst fann ég mun á húðinni og hefur Ómega 3-7-9 og Q10 sennilega eitthvað með það að gera, húðin er mýkri og sléttari, ég sem er alltaf svo þurr þarf ekki lengur að setja á mig mörg lög af kremi til að ég skrælni ekki yfir daginn. Orkan varð meiri og ég losnaði við þörfina fyrir nart á milli mála, sem ég hef þurft að berjast við daglega. Meltingin varð allt önnur með meltingar ensími sem hjálpar mér að melta fæðuna, meltingin er jú undirstaða allrar líkamsstarfsemi, og skiptir því miklu máli að hún sé í lagi þegar við erum að losa okkur við óþarfa kíló, það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Multidophilus tek ég inn fyrir svefn með Magnesíum, ég sef mikið betur og það gefur mér aukna orku yfir daginn. Ég tek einnig andoxandi C vítamín og B stress forðatöflur sem koma sér vel í amstri dagsins. Ég hef tekið B vítamín áður og var nánast alltaf óglatt ef ég tók það inn á morgnana, en með forðatöflunum finn ég ekkert fyrir því. Þetta er algjör snilld og þær virka virkilega vel á mig. Er því full af orku þessa daganna og hlakka til að taka vítamínin mín á morgnana. Það margborgar sig að fá rétta ráðgjöf og rétt vítamín sem vinna saman að því að bæta og kæta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband