Missti 8,4 kíló af fitu

Ég var aðeins 8 kílóum of þung en þau virtust öll setjast á efri hluta líkamans, mér leið ekki vel og var búin að hugsa lengi um hvort ég þyrfti á einkaþjálfun að halda til að losna við þau, því ekkert gekk hjá mér þó að ég væri að æfa eitthvað og reyna að bæta mataræðið hjá mér. Ég var farin að velja mér víð föt til að fela björgunarhringinn og fela hvað ég var búin að þyngjast fyrir sjálfum mér og öðrum. Ég sótti um að taka þátt í heilsuferðalaginu og hugsaði með mér að ég yrði pottþétt valin ef mér væri ætlað þetta verkefni og viti menn ég var valin.

Mesta áfallið var samt sem áður að sjá fyrir myndina af mér, ég fékk nett áfall en það var líka gott og ég var líka alveg viss frá byrjun að ég gæti þetta. Það er á vissan hátt gott að vera í opinberu átaki, ég fæ mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig. Ég hef líka fengið mikið af fyrirspurnum frá konum sem ég þekki sem langar að taka sig á og koma sér í form. Árangur minn virkar hvetjandi á þær, þær sjá að þetta er hægt og ég get stðfest að svo er þetta meira gaman er erfitt. Það er í raun einfaldara að borða hollt og hreyfa sig en að vera í óhollustunni, þetta snýst bara um nýjar venjur og hætta að vera með afsakanir fyrir hreyfingarleysi.

Ég þrílærbrotnaði um tvítugt og er stundum hölt, verkjuð og bólgin í kringum hægra hné. Þjálfararnir í Hreyfingu hafa passað vel upp á mig og nú er ég búin að æfa nánast á hverjum degi í 10 vikur og ekki þurft að taka hlé vegna meiðsla eins og svo oft áður. Einnig hefur lærvöðvinn styrkst og vöðvar í kring um hné sem er fyrirbyggjandi. Það er því vel hægt að æfa þrátt fyrir meiðsli og alltaf hægt að finna æfingar við hæfi, þegar þú ert með fagfólk þér við hlið.

Í lok heilsuferðalagsins vorum við vigtaðar og mældar ég er mjög ánægð með árangurinn, ég hef misst 7 kíló og 8,4% af fitu sem þýðir að ég hef misst 8,4 kg af fitu og bætt á mig 1,4 kg af vöðvum. Ég er full af orku og kem meira í verk en áður. þegar okkur líður vel á gengur bara allt mikið betur. En ég hef líka sett mér nýtt markmið og það er að vera komin í 66,5 kg fyrir 1. október en þá verðum við í heilsuferðalaginu vigtaðar og mældar á ný. Á þessum tíma í heilsuferðalaginu hef ég lært að ég verð alltaf að gefa mér tíma til að huga að eigin heilsu og hollustu til að fyrirbyggja andlega og líkamlega vanlíðan.


Markmiðið að nást 7 kíló af 8 farin og vika til stefnu.

Vá hvað mér líður rosalega vel, ég er líka komin á það stig að mig hlakkar alltaf til að mæta í ræktina. Svo er þessi vellíðunar tilfinning sem kemur eftir æfingu sem er svo æðisleg. Allir þessir skemmtilegur tímar í Hreyfingu hjálpa auðvitað til. Það að sjá að vöðvar eru að koma í ljós og líkaminn að breytast er jú líka frábært, en mér fannst ég sjá mestan mun á 6 viku og svo aftur á 9 viku þá var allt að gerast. Nú eru 7 kíló farin af þeim 8 sem ég ætlaði mér að missa og vika til stefnu.

Ég veit að ég er komin að leiðarlokum í Heilsuferðalaginu en þetta er rétt að byrja hjá mér, því hreyfing og heilsusamlegt mataræði verður að lífstíl hjá mér núna. Ég finn mikin mun á mér ef ég gleymi að taka vítamínin mín, verð þá orkuminni. Húðin á mér er ekki eins þurr og hún var áður, mataræðið og Omega 3-7-9 eru sennilega ástæða þess að hún er mýkri.

Verð líka að segja ykkur frá því að það stendur upp úr hvað er búið að vera gaman að æfa með stelpunum í Heilsuferðalaginu þessar konur eru frábærar og gefa manni mikið, þær eru skemmtilegar og frábær stuðningur. Við höfum hvatt hvora aðra áfram þegar við höfum þurft á því að halda, mætt saman á æfingar farið saman í pottinn og rætt málin. Það er mikill stuðningur að að æfa í hóp og á ég eftir að sakna þeirra mikið. Marta María er búin að vera eins og vítamínsprauta fyrir okkur með jákvæðni og alls kyns skemmtilegheitum. Þjálfararnir okkar, eða frekar kraftaverka konurnar Anna og Árný eru einstakar og hafa komið okkur þangað sem við erum staddar í dag, þeim verð ég ævinlega þákklát. Nú hlakkar mig bara til síðustu mælingar og mest til að sjá hvað ég er komin í fituprósentu.


Breytingar eftir fertugt.

Í mörg ár gat ég leyft mér að borða næstum hvað sem mig langaði í og komst upp með það án þess að bæta á mig kílóum. En þeir dýrðardagar eru úti og ég þarf að taka mér tak, allar þessar breytingar sem verða á konum eftir fertugt eru búnar að ná í skottið á mér.

Eftir fertugt missir meðalkonan árlega um 230 grömm af vöðvum, ef hún notar þá of lítið. það hægir á brennslu hitaeininga þegar vöðvarnir rýrna en samt borðum við jafn mikið eða jafnvel meira en áður. Niðurstaðan er einföld við söfnum óæskilegri fitu á líkamann. Ég er komin yfir fertugt og veit því nákvæmlega hvar þessi fita safnast, jú þegar dregur úr hormónaframleiðslu þá sest fitan á efri hluta líkamans, Maður fær keppi á bakið, skvap á upphandleggi eins konar leðurblöðkuvængi og fitu sem bullar upp úr brjóstarhaldaranum, ekki nóg með það heldur eykst mittismálið því magaspikið eykst.

En við getum haldið þessu í skefjum. Við þurfum bara að æfa reglulega og huga að réttu mataræði. En það er ekki alltaf einfalt, ég er t.d. búin að vera að æfa bæði reglulega og óreglulega síðustu ár, með misjöfnum árangri. Þegar ég byrjaði á námskeiðinu hjá Önnu Eiríks og Árnýju Andrésar þá fann ég virkilega mun, ég lofa ykkur að ég hefði ekki gert ein nema um 30% af því sem þær fengu okkur til að gera, það er ótrúlegt hvað það gerir mikið að vera með þjálfara með sér og hvað maður er ánægður með sig eftir hvern tíma sem maður er búin að gefa allt í. Ég veit reyndar að ég á örugglega eftir að sækja þessi námskeið áfram til að halda mér á réttum stað í þyngd. Því ég er búin að lofa mér að missa ekki tökin á aukakílóunum aftur.


Allt léttara í kjörþyngd

Nú er ég komin á góðan stað og er ég búin að ná efri mörkum kjörþyngdar í dag. Ég er 72 kíló og 172 cm á hæð, ég ætti því að vera á bilinu 59-74 kíló. Kjörþyngd mín er 66,5 kíló sem hljómar vel og ég stefni þangað á þessu ári. En nú er líka allt léttara, það er gaman að hreyfa sig og mæta í ræktina, að borða hollan mat er svo yndislegt því mér líður svo mikið betur af því. Ég var einmitt að spá í þetta um helgina, hvað hefur breyst hjá mér á þessum vikum sem ég hef hreyft mig reglulega og borðað hollan mat. Jú ég sef betur og er orkumeiri yfir daginn, það er undartekning ef ég fæ hausverk sem ég var nánast með á hverjum degi. lífið er bara léttara á allan hátt.

Ég er að komast á þann stað að ég fer að hætta að hugsa um vigtina, hún verður bráðum auka atriði og líðan mín og heilsa verður númer eitt. Það að ná því er mjög stórt fyrir mig. Heilsusamlegt líf er sjálfsagður hlutur og við eigum öll að hlúa að heilsunni, burt séð frá því hve mörg kíló við erum.

Heilsuferðalagið hefur haf góð áhrif á mig og ég er full tilhlökkunar fyrir síðasta hluta þess. Ég ætla mér að ná takmarki mínu sem er að gera heilsusamlegt líferni að lífstíl.

 


Breytingar til batnaðar skila árangri

Það er ótrúlegt að segja frá því hvað líkaminn hjá mér er að taka miklum breytingum. Ekki bara að ég er að léttast jafnt og þétt, heldur er hann allur að mótast. Í raun og veru bjóst ég aldrei við svona miklum breytingum, en það er einstaklega ánægjulegt og hvetjandi að finna að þetta er hægt. Ég er líka að borða regulega hollan mat. Það er líka ótrúlega gaman að borða hollan mat, ég finn hvað minni skammtar af hollum mat gefa mér miklu meiri orku yfir daginn, heldu en óhollur næringarsnauður matur sem gerir mig í raun bara þreytta. Það verður því auðvelt fyrir mig að halda því áfram, sem er miklilvægt fyrir mig, það eru svo margir kúrar í gangi sem er ekki séns að halda út ævina á enda og eru þess vegna ekki skynsamlegir.

Þessar frábæru konur sem eru með okkur í þjálfun Anna Eiríksdóttir og Árný Andrésdóttir, eiga heiður skilið fyrir hvað þær eru góðar í sínu fagi. Við erum í fjölbreyttri þjálfun hjá þeim. Anna er með okkur í lokuðum hóptímum sem skila sér vel og eiga þátt í að styrkja okkur og stinna, ekki síst rassvöðvana. Ekki eru síðri einkatímarnir hjá henni Árnýju, sem veita okkur aukin styrk og þol. Þær ná því besta út úr okkur á hverri æfingu, með frábæru æfingarkerfi, jákvæðni, ráðgjöf og hvatningu, við erum í góðum höndum í Hreyfingu.

Nú hef ég ekki borðað sykur í þessar 6 vikur og finnst það ekkert mál. Ég hef gert hollar sykurlausar kókoskúlur eða fengið mér döðlur, hnetur eða ávöxt í staðinn. Það besta við að vera sykurlaus er að manni líður svo vel og ég finn sætara bragð af öllu. Ég er reyndar farin að hugsa svolítið mikið um sykurinn og veit að hann er stórhættulegur heilsu okkar og fæ því alveg fyrir hjartað þegar kemur að nammidegi hjá börnunum mínum og þau innbirgða óæskilegt magn af sykri. En heilsuferðalag mitt er reyndar að hafa góð áhrif á fjölskylduna og þau ætla að taka meiri þátt í því með mér þessar síðustu vikur.


Meiri orka með réttum vítamínum

Ég hef alltaf haft mikla trú á vítamínum og bætiefnum. Ekki hefur sú trú minnkað eftir að hafa fengið ráðgjöf hjá Ingu Kristjáns næringarþerapista hjá Heilsuhúsinu og fengið gæða vítamín frá Solaray sem eru sér sniðin að mínum þörfum. Fyrst fann ég mun á húðinni og hefur Ómega 3-7-9 og Q10 sennilega eitthvað með það að gera, húðin er mýkri og sléttari, ég sem er alltaf svo þurr þarf ekki lengur að setja á mig mörg lög af kremi til að ég skrælni ekki yfir daginn. Orkan varð meiri og ég losnaði við þörfina fyrir nart á milli mála, sem ég hef þurft að berjast við daglega. Meltingin varð allt önnur með meltingar ensími sem hjálpar mér að melta fæðuna, meltingin er jú undirstaða allrar líkamsstarfsemi, og skiptir því miklu máli að hún sé í lagi þegar við erum að losa okkur við óþarfa kíló, það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Multidophilus tek ég inn fyrir svefn með Magnesíum, ég sef mikið betur og það gefur mér aukna orku yfir daginn. Ég tek einnig andoxandi C vítamín og B stress forðatöflur sem koma sér vel í amstri dagsins. Ég hef tekið B vítamín áður og var nánast alltaf óglatt ef ég tók það inn á morgnana, en með forðatöflunum finn ég ekkert fyrir því. Þetta er algjör snilld og þær virka virkilega vel á mig. Er því full af orku þessa daganna og hlakka til að taka vítamínin mín á morgnana. Það margborgar sig að fá rétta ráðgjöf og rétt vítamín sem vinna saman að því að bæta og kæta. 


3 kíló farin.

Eftir fyrstu vigtun var ég himinlifandi, 3 kíló farin. En það er ekki eina breytingin, líðan mín er mikið betri á allan hátt, ég sef betur og er orkumeiri yfir daginn. Björgunarhringurinn er að minnka og maginn, sem er svæðið sem ég gildna alltaf fyrst á. Þetta er líka svo gaman, ég hefði aldrei trúað því, það er bara svo mikill munur á því að æfa með þjálfara og fá svona mikinn stuðning. Einnig að hitta alltaf stelpurnar á æfingu, þær eru svo frábærar. Fyrstu vikuna sá ég vigtina fara niður um nokkur hundruð grömm á hverjum degi, sem er ótrúlega mikil hvatning fyrir mig, ég er jú kona og við elskum það sennilega allflestar að léttast. En svo kom bakslag, í nokkra daga stóð ég í stað og þá komu þjálfararnir okkar sterkt inn, því þetta er víst nokkuð algengt, en einnig er mikil hætta á þessu tímabili að við gefumst bara upp. En þá er bara að halda áfram og vigtin er aftur farin að hreyfast niður á við. Ég hef ekki áður náð svona góðum árangri á svona stuttum tíma.

 


1 kíló á ári

Flest okkar elska að borða góðan mat, sem er hið besta mál því næring er ein af grunnþörfum okkar og auðvitað eigum við að njóta þess að borða góðan mat. Það er einmitt málið þetta er oftast félagsleg athöfn, við setjumst niður með fjölskyldunni og eigum góða stund yfir kvöldmatnum, hittum vini í hádeginu og spjöllum yfir góðum hádegisverði, eða skellum í okkur næringu í vinnunni með vinnufélögum og ræðum saman um málefni líðandi stundar. Þetta er nauðsynlegur hluti af lífi okkar.

En þegar við erum búin að bæta á okkur 1 kíló á ári í mörg ár er þá ekki tími til kominn að taka til í okkar lífi. Eitt kíló  er kannski ekki mikið, en þau safnast upp og eftir því sem kílóin verða fleiri, því erfiðara verður að losna við þau. Ég þarf að venja mig á að borða minna og velja vel, því holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Ég vil auðvitað halda áfram að njóta góðu stundanna við matarborðið með fólkinu mínu.

Um daginn var ég einmitt að ræða þetta við vinkonu mína, hvenær verðum við komnar á þann stað í lífinu að okkur langar ekki lengur í allt þetta sykraða drasl sem er samt svo gott að borða. En niðurstaðan var sú að það væri hægara sagt en gert. En ég vil ná stjórn á þessu, hollusta og hreyfing verður orðið að lífstíl hjá mér eftir eitt mikilvægasta ferðalag sem ég hef farið í. En ég ætla aldrei að hætta að njóta þess góða í lífinu, því það góða getur líka verið hollt og gott.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband