1 kíló á ári

Flest okkar elska að borða góðan mat, sem er hið besta mál því næring er ein af grunnþörfum okkar og auðvitað eigum við að njóta þess að borða góðan mat. Það er einmitt málið þetta er oftast félagsleg athöfn, við setjumst niður með fjölskyldunni og eigum góða stund yfir kvöldmatnum, hittum vini í hádeginu og spjöllum yfir góðum hádegisverði, eða skellum í okkur næringu í vinnunni með vinnufélögum og ræðum saman um málefni líðandi stundar. Þetta er nauðsynlegur hluti af lífi okkar.

En þegar við erum búin að bæta á okkur 1 kíló á ári í mörg ár er þá ekki tími til kominn að taka til í okkar lífi. Eitt kíló  er kannski ekki mikið, en þau safnast upp og eftir því sem kílóin verða fleiri, því erfiðara verður að losna við þau. Ég þarf að venja mig á að borða minna og velja vel, því holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Ég vil auðvitað halda áfram að njóta góðu stundanna við matarborðið með fólkinu mínu.

Um daginn var ég einmitt að ræða þetta við vinkonu mína, hvenær verðum við komnar á þann stað í lífinu að okkur langar ekki lengur í allt þetta sykraða drasl sem er samt svo gott að borða. En niðurstaðan var sú að það væri hægara sagt en gert. En ég vil ná stjórn á þessu, hollusta og hreyfing verður orðið að lífstíl hjá mér eftir eitt mikilvægasta ferðalag sem ég hef farið í. En ég ætla aldrei að hætta að njóta þess góða í lífinu, því það góða getur líka verið hollt og gott.


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband